Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 19:20 Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks segja málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Julian Assange ásamt auðvitð líf Assange sjálfs. Vísir/Vilhelm Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. „Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09