Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 19:20 Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks segja málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Julian Assange ásamt auðvitð líf Assange sjálfs. Vísir/Vilhelm Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. „Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09