Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2021 20:13 Reykdal Magnússon, 86 ára göngugarpur á Selfossi. Hluti af ganginum, sem hann gengur á hverjum degi er bak við hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar. Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira
Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira