Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2021 20:13 Reykdal Magnússon, 86 ára göngugarpur á Selfossi. Hluti af ganginum, sem hann gengur á hverjum degi er bak við hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar. Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira