Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. desember 2021 20:37 Hljóðið er þungt í veitingamönnum á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18