Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. desember 2021 20:37 Hljóðið er þungt í veitingamönnum á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf