Stríðsmennirnir og Sólirnar mætast í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 12:00 Golden State Warriors og Phoenix Suns mætast í NBA-deildinni í kvöld. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors og Phoenix Suns eru liðin með besta árangur tímabilsins hingað til í NBA-deildinni í körfubolta. Liðin sitja í fyrsta og öðru sæti Vesturdeildarinnar, en þau mætast einmitt í Phoenix í kvöld. Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira