Hvetja fólk til að fámenna: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 12:24 Séra Skúli Sigurður Ólafsson Neskirkja Helgihald hefur víða verið með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir að vel hafi gengið en óvenjulegt hafi verið að þurfa hvetja fólk til að mæta ekki í messu. Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn. Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn.
Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira