Hvað gerðist á jóladag? Eva Hauksdóttir skrifar 26. desember 2021 17:01 Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef og María þurfa því að ferðast til Betlehem til að láta skrásetja sig. Þar sem ekki er pláss fyrir þau í gistihúsi hafast þau við í fjárhúsi og þar verður María léttari. Engill birtist hirðum úti í haga og segir þeim að frelsari sé fæddur í líki reifabarns í jötu og þeir fara og segja Jósef og Maríu frá sýninni. Þrír vitringar (eða konungar) koma úr austri og fylgja stjörnu hins nýfædda konungs sem staðnæmist yfir fjárhúsinu. Þeir færa barninu gjafir; gull, reykelsi og myrru. Þetta á, samkvæmt helgisögunni sem við öll þekkjum, að hafa gerst á jólanótt. Helgisagan og guðspjöllin Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist. Hvorki Lúkas né Matteus halda því fram að Jesús hafi fæðst í desember. Hvorugur þeirra minnist á konunga en samkvæmt Wikipedíu er líklegast að konungahugmyndin sé frá Jesaja spámanni (vers 60:6). Það er ekki ljóst af íslensku þýðingunni að þar sé átt við konunga en hvaðan sem konungarnir eru upprunnir er það allavega ekki úr guðspjöllum Nýja testamentisins. Matteus minnist heldur ekkert á það hversu margir vitringarnir voru. Mögulega hafa menn ályktað það út frá þremur tegundum gjafa. Ekkert mælir þó gegn því að margir hafi mætt með samskonar gjöf eða að þeir hafi slegið saman. Líklegasta skýringin á fjölda vitringa er sú að þrír er heilög tala og því viðeigandi að hafa vitringana þrjá. Helgisagan sambrædda er betri en frásagnir guðspjallamannanna. Bæði fyllri og fegurri og meiri ævintýraljómi yfir henni. En hvað svo? Framhaldið er ekki sérlega jólalegt. Flóttabarn frá fyrsta degi Það er nokkuð óljóst hvenær vitringarnir eiga að hafa komið til Betlehem. Matteus er ekki skýr um það hvort barnið var fætt þegar þeir komu til Jerúsalem en þeir áttu fyrst fund með Heródesi svo það virðist eðlilegri túlkun að barnið hafi þá þegar verið fætt. Matteus segir semsagt ekki að vitringarnir hafi komið á jólanótt. Frásögn Matteusar gefur þó til kynna að það geti ekki hafa liðið mjög langur tími frá fæðingu Jesú og fram að heimsókn vitringanna. Hvorttveggja er talað um hinn "nýfædda konung" en auk þess voru Jósef og María enn stödd í Betlehem og þau geta varla hafa verið mánuðum saman frá heimili sínu í Nasaret. Matteus heldur því svo að fram að daginn eftir að vitringarnir kvöddu hafi Jósef og María flúið til Egyptalands. Engill mun hafa vitrast Jósef í draumi og sagt honum frá áformum Heródesar um að drepa barnið. Jesús litli hefur því varla verið laus við naflastúfinn þegar hann og foreldrar hans urðu flóttamenn. Myndin er eftir Eugène Girardet (1853-1907) . Sá hluti jólasögunnar sem greinir frá flóttanum til Egyptalands er ekki nærri eins jólalegur og fjárhúss-senan með barninu í jötunni. Ef við tökum mið af helgisögunni, sem gerir ráð fyrir komu vitringanna til Betlehem strax á jólanótt, þá varð Jesúbarnið flóttamaður strax á fyrsta degi líf síns, á jóladag. Æ síðan hafa kristnir menn, rétt eins og flestir aðrir, hrakið frá sér flóttamenn eða svipt þá frelsi sínu. Það sem máli skiptir Helgisögur eru ekki sagnfræði. Dregið hefur verið í efa að nokkurt manntal hafi verið tekið í Júdeu á þessum tíma. Enn ósennilegra er að það hafi verið gert með þeim hálfvitalega hætti að senda heimsbyggðina alla á ferðalag. Líklega þjónaði það að staðsetja Jósef og Maríu í Betlehem þeim tilgangi að rekja ætt Jesú til Davíðs konungs. Sennilega voru Jósef og María ekki að leita að hóteli. Líklegra er að sagan af fæðingu í fjárhúsi vísi til þess að íbúðarhúsnæði og gripahús voru samtengd og ekki tiltökumál þótt fólk svæfi í sama rými og búfénaður ef "gistihúsið" (þ.e. svefnherbergið) var fullt. Ekkert sérstakt bendir til að þessir atburðir hafi átt sér stað í desember, ef á annað borð er flugufótur fyrir þeim. Kannski var aldrei neitt barn lagt í jötu. Það skiptir ekki öllu hvort gestirnir bönkuðu upp á á jólanótt eða síðar. Það skiptir ekki máli hvort meintir atburðir urðu í desember eða hvort hátíð er haldin í desember til minningar um eitthvað sem gæti hafa gerst í ágúst eða maí. Það skiptir heldur ekki máli hvort fjölskyldan hraktist á flótta á jóladag eða á þrettándandum. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort sagan er sprottin af raunverulegum atburðum eða ekki. En það skiptir máli að milljónir manna sem trúa því að frelsari þeirra hafi fyrstu æviár sín alist upp á flótta frá ofsóknum telji sig ekki hafa skyldur við fólk sem neyðist til að flýja heimkynni sín. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Jól Flóttamenn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef og María þurfa því að ferðast til Betlehem til að láta skrásetja sig. Þar sem ekki er pláss fyrir þau í gistihúsi hafast þau við í fjárhúsi og þar verður María léttari. Engill birtist hirðum úti í haga og segir þeim að frelsari sé fæddur í líki reifabarns í jötu og þeir fara og segja Jósef og Maríu frá sýninni. Þrír vitringar (eða konungar) koma úr austri og fylgja stjörnu hins nýfædda konungs sem staðnæmist yfir fjárhúsinu. Þeir færa barninu gjafir; gull, reykelsi og myrru. Þetta á, samkvæmt helgisögunni sem við öll þekkjum, að hafa gerst á jólanótt. Helgisagan og guðspjöllin Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist. Hvorki Lúkas né Matteus halda því fram að Jesús hafi fæðst í desember. Hvorugur þeirra minnist á konunga en samkvæmt Wikipedíu er líklegast að konungahugmyndin sé frá Jesaja spámanni (vers 60:6). Það er ekki ljóst af íslensku þýðingunni að þar sé átt við konunga en hvaðan sem konungarnir eru upprunnir er það allavega ekki úr guðspjöllum Nýja testamentisins. Matteus minnist heldur ekkert á það hversu margir vitringarnir voru. Mögulega hafa menn ályktað það út frá þremur tegundum gjafa. Ekkert mælir þó gegn því að margir hafi mætt með samskonar gjöf eða að þeir hafi slegið saman. Líklegasta skýringin á fjölda vitringa er sú að þrír er heilög tala og því viðeigandi að hafa vitringana þrjá. Helgisagan sambrædda er betri en frásagnir guðspjallamannanna. Bæði fyllri og fegurri og meiri ævintýraljómi yfir henni. En hvað svo? Framhaldið er ekki sérlega jólalegt. Flóttabarn frá fyrsta degi Það er nokkuð óljóst hvenær vitringarnir eiga að hafa komið til Betlehem. Matteus er ekki skýr um það hvort barnið var fætt þegar þeir komu til Jerúsalem en þeir áttu fyrst fund með Heródesi svo það virðist eðlilegri túlkun að barnið hafi þá þegar verið fætt. Matteus segir semsagt ekki að vitringarnir hafi komið á jólanótt. Frásögn Matteusar gefur þó til kynna að það geti ekki hafa liðið mjög langur tími frá fæðingu Jesú og fram að heimsókn vitringanna. Hvorttveggja er talað um hinn "nýfædda konung" en auk þess voru Jósef og María enn stödd í Betlehem og þau geta varla hafa verið mánuðum saman frá heimili sínu í Nasaret. Matteus heldur því svo að fram að daginn eftir að vitringarnir kvöddu hafi Jósef og María flúið til Egyptalands. Engill mun hafa vitrast Jósef í draumi og sagt honum frá áformum Heródesar um að drepa barnið. Jesús litli hefur því varla verið laus við naflastúfinn þegar hann og foreldrar hans urðu flóttamenn. Myndin er eftir Eugène Girardet (1853-1907) . Sá hluti jólasögunnar sem greinir frá flóttanum til Egyptalands er ekki nærri eins jólalegur og fjárhúss-senan með barninu í jötunni. Ef við tökum mið af helgisögunni, sem gerir ráð fyrir komu vitringanna til Betlehem strax á jólanótt, þá varð Jesúbarnið flóttamaður strax á fyrsta degi líf síns, á jóladag. Æ síðan hafa kristnir menn, rétt eins og flestir aðrir, hrakið frá sér flóttamenn eða svipt þá frelsi sínu. Það sem máli skiptir Helgisögur eru ekki sagnfræði. Dregið hefur verið í efa að nokkurt manntal hafi verið tekið í Júdeu á þessum tíma. Enn ósennilegra er að það hafi verið gert með þeim hálfvitalega hætti að senda heimsbyggðina alla á ferðalag. Líklega þjónaði það að staðsetja Jósef og Maríu í Betlehem þeim tilgangi að rekja ætt Jesú til Davíðs konungs. Sennilega voru Jósef og María ekki að leita að hóteli. Líklegra er að sagan af fæðingu í fjárhúsi vísi til þess að íbúðarhúsnæði og gripahús voru samtengd og ekki tiltökumál þótt fólk svæfi í sama rými og búfénaður ef "gistihúsið" (þ.e. svefnherbergið) var fullt. Ekkert sérstakt bendir til að þessir atburðir hafi átt sér stað í desember, ef á annað borð er flugufótur fyrir þeim. Kannski var aldrei neitt barn lagt í jötu. Það skiptir ekki öllu hvort gestirnir bönkuðu upp á á jólanótt eða síðar. Það skiptir ekki máli hvort meintir atburðir urðu í desember eða hvort hátíð er haldin í desember til minningar um eitthvað sem gæti hafa gerst í ágúst eða maí. Það skiptir heldur ekki máli hvort fjölskyldan hraktist á flótta á jóladag eða á þrettándandum. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort sagan er sprottin af raunverulegum atburðum eða ekki. En það skiptir máli að milljónir manna sem trúa því að frelsari þeirra hafi fyrstu æviár sín alist upp á flótta frá ofsóknum telji sig ekki hafa skyldur við fólk sem neyðist til að flýja heimkynni sín. Höfundur er lögmaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun