Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2021 20:05 Jólahjónin í Garðinum, Erla Vigdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira