Sturridge þarf að greiða manninum sem fann hundinn hans fjórar milljónir í ógreidd fundarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2021 14:00 Daniel Sturridge og Lucci. instagram-síðan The Original Lucky Lucci Daniel Sturridge hefur verið gert að greiða manni sem fann hund hans tæpar fjórar milljónir króna í ógreidd fundarlaun. Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni. Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni.
Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira