„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 16:44 Nálægð við háskólasvæðið hafði áhrif á val á staðsetningunni. Vísir/kristín Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi. „Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
„Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17