Rangnick horfir til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 18:00 Það er spurning hversu vel Ralf Rangnick sér. EPA-EFE/PETER POWEL Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri. Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira