Spice fer að narta í hælana á kannabisi hjá Foreldrahúsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 22:20 Sigríður Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún segir foreldra áhyggjufulla yfir aukinni neyslu efnisins. Vísir/Sigurjón Aukning hefur orðið á neyslu unglinga á eiturlyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunnskólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nemenda sinna en erfitt er að ná utan um umfang vandamálsins því krakkarnir eiga auðvelt með að fela hana. Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk. Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk.
Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira