Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 22:29 Boris Johnson hlakkar eflaust til áramótanna. Tolga Akmen/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira