Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2021 16:32 Sölvi Tryggvason hvarf algerlega úr sviðsljósinu þetta árið eða allt frá því í maímánuði. Hann ætlar að hefja hlaðvarpsþáttagerð sína á ný á árinu 2022. Eldri þættir hans eru aðgengilegir og áður óbirt viðtöl, sem hann tók í vor, eru og hafa verið að birtast. vísir Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður. Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður.
Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21