Sextán ára kvikmynd margoft hjálpað Newcastle að fá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 14:15 Kvikmyndin Goal! hafði meðal annars áhrif á framherjann Callum Wilson, sem hér fagnar marki með Joelinton, þegar hann ákvað að semja við Newcastle. Skjáskot og Getty Kvikmyndir geta verið afar áhrifaríkar og það er óhætt að segja að myndin Goal! frá árinu 2005 hafi haft mikil áhrif fyrir enska knattspyrnufélagið Newcastle. Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira