Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 12:57 Samherji Holding heldur utan um erlendan rekstur Samherjasamstæðunnar. Vísir/Egill Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19
Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29
Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34