Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 12:57 Samherji Holding heldur utan um erlendan rekstur Samherjasamstæðunnar. Vísir/Egill Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira
Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19
Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29
Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34