Slökkviliðið biður fólk um að hætta að kveikja í ruslagámum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 07:31 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu. Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48