Væntingar til Willums dvínuðu eftir fyrstu aðgerðir hans Heimir Már Pétursson skrifar 31. desember 2021 12:01 Almenningur hefur mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þótt þær dvínuðu eftir að hann kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar hinn 22. desember. Væntingar til fyrrverandi heilbrigðisráðherra dvínuðu einnig eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Vísir/Vilhelm Landsmenn höfðu mestar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar áður en hann greip til fyrstu sóttvarnaaðgerða sinna. Væntingarnar minnkuðu mikið eftir það. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01
240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20