Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 12:12 Már Kristjánsson. Stöð 2/Sigurjón Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08