Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:54 Slökkviliðsmenn beittu jarðýtum og gröfum til að ná tökum á gróðureldunum í Tjarnabyggð í nótt. Brunavarnir Árnessýslu Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt. Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda. Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda.
Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19