Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:54 Slökkviliðsmenn beittu jarðýtum og gröfum til að ná tökum á gróðureldunum í Tjarnabyggð í nótt. Brunavarnir Árnessýslu Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt. Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda. Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda.
Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19