Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:30 Marjorie Taylor Greene sakar Twitter um ritskoðun og hlutdeild í „kommúnískri byltingu.“ AP/J. Scott Applewhite Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur. Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur.
Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira