Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:50 Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira
Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20
Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17