Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 08:01 Kórónuveiran truflar undirbúning íslenska landsliðsins eins og fleiri liða nú þegar styttist í að EM hefjist. vísir/Hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita verða strákarnir okkar saman í búblu á hóteli hér á landi, á milli æfinga, þar til að þeir halda af stað til Búdapest þar sem fyrsti leikur á EM er gegn Portúgal 14. janúar. Þrír leikmenn þurfa hins vegar að bíða með að hitta hina sautján á Grand Hótel. Einn er í einangrun vegna kórónuveirusmits og tveir í sóttkví. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolti.is. Vonir standa til þess að þeir tveir sem eru í sóttkví losni á morgun en sá sem er í einangrun lýkur henni síðar í þessari viku. Leikmenn munu fara í PCR-próf um það bil annan hvern dag í janúar, þar til að þeir ljúka leik á EM. Sýni sem tekin voru í gær úr þeim sautján leikmönnum sem ekki eru í sóttkví eða einangrun, reyndust öll neikvæð, að sögn Róberts. Þeir gátu því komið saman og hefja æfingar í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Smit á skrifstofu HSÍ Fram kemur á handbolti.is að Róbert og fleiri starfsmenn HSÍ hafi einnig orðið fyrir barðinu á veirunni og verði því í einangrun fram á næstu helgi. Enn stendur þó til að leika tvo vináttulandsleiki gegn Litháen, sem einnig undirbýr sig fyrir EM, á Ásvöllum næsta föstudag og sunnudag. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01 Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03 Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita verða strákarnir okkar saman í búblu á hóteli hér á landi, á milli æfinga, þar til að þeir halda af stað til Búdapest þar sem fyrsti leikur á EM er gegn Portúgal 14. janúar. Þrír leikmenn þurfa hins vegar að bíða með að hitta hina sautján á Grand Hótel. Einn er í einangrun vegna kórónuveirusmits og tveir í sóttkví. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolti.is. Vonir standa til þess að þeir tveir sem eru í sóttkví losni á morgun en sá sem er í einangrun lýkur henni síðar í þessari viku. Leikmenn munu fara í PCR-próf um það bil annan hvern dag í janúar, þar til að þeir ljúka leik á EM. Sýni sem tekin voru í gær úr þeim sautján leikmönnum sem ekki eru í sóttkví eða einangrun, reyndust öll neikvæð, að sögn Róberts. Þeir gátu því komið saman og hefja æfingar í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Smit á skrifstofu HSÍ Fram kemur á handbolti.is að Róbert og fleiri starfsmenn HSÍ hafi einnig orðið fyrir barðinu á veirunni og verði því í einangrun fram á næstu helgi. Enn stendur þó til að leika tvo vináttulandsleiki gegn Litháen, sem einnig undirbýr sig fyrir EM, á Ásvöllum næsta föstudag og sunnudag.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01 Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03 Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01
Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03
Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36
Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06