Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 08:01 Kórónuveiran truflar undirbúning íslenska landsliðsins eins og fleiri liða nú þegar styttist í að EM hefjist. vísir/Hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita verða strákarnir okkar saman í búblu á hóteli hér á landi, á milli æfinga, þar til að þeir halda af stað til Búdapest þar sem fyrsti leikur á EM er gegn Portúgal 14. janúar. Þrír leikmenn þurfa hins vegar að bíða með að hitta hina sautján á Grand Hótel. Einn er í einangrun vegna kórónuveirusmits og tveir í sóttkví. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolti.is. Vonir standa til þess að þeir tveir sem eru í sóttkví losni á morgun en sá sem er í einangrun lýkur henni síðar í þessari viku. Leikmenn munu fara í PCR-próf um það bil annan hvern dag í janúar, þar til að þeir ljúka leik á EM. Sýni sem tekin voru í gær úr þeim sautján leikmönnum sem ekki eru í sóttkví eða einangrun, reyndust öll neikvæð, að sögn Róberts. Þeir gátu því komið saman og hefja æfingar í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Smit á skrifstofu HSÍ Fram kemur á handbolti.is að Róbert og fleiri starfsmenn HSÍ hafi einnig orðið fyrir barðinu á veirunni og verði því í einangrun fram á næstu helgi. Enn stendur þó til að leika tvo vináttulandsleiki gegn Litháen, sem einnig undirbýr sig fyrir EM, á Ásvöllum næsta föstudag og sunnudag. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01 Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03 Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita verða strákarnir okkar saman í búblu á hóteli hér á landi, á milli æfinga, þar til að þeir halda af stað til Búdapest þar sem fyrsti leikur á EM er gegn Portúgal 14. janúar. Þrír leikmenn þurfa hins vegar að bíða með að hitta hina sautján á Grand Hótel. Einn er í einangrun vegna kórónuveirusmits og tveir í sóttkví. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolti.is. Vonir standa til þess að þeir tveir sem eru í sóttkví losni á morgun en sá sem er í einangrun lýkur henni síðar í þessari viku. Leikmenn munu fara í PCR-próf um það bil annan hvern dag í janúar, þar til að þeir ljúka leik á EM. Sýni sem tekin voru í gær úr þeim sautján leikmönnum sem ekki eru í sóttkví eða einangrun, reyndust öll neikvæð, að sögn Róberts. Þeir gátu því komið saman og hefja æfingar í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Smit á skrifstofu HSÍ Fram kemur á handbolti.is að Róbert og fleiri starfsmenn HSÍ hafi einnig orðið fyrir barðinu á veirunni og verði því í einangrun fram á næstu helgi. Enn stendur þó til að leika tvo vináttulandsleiki gegn Litháen, sem einnig undirbýr sig fyrir EM, á Ásvöllum næsta föstudag og sunnudag.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01 Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03 Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01
Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03
Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36
Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06