ÓL-sundkona sakar föður sinn um skelfilega hluti: Vill bjarga litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 10:31 Liliana Szilagyi sést hér þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. EPA/ESTEBAN BIBA Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum. Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi) Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi)
Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum