Íslandsmeistarar Víkings byrja titilvörnina á móti Óla Jóh Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 15:00 Kristall Máni Ingason og félagar í Víkingi byrja titilvörnina á heimavelli á móti FH-ingum. Vísir/Hulda Margrét Opnunarleikur efstu deildar karla í knattspyrnu í ár verður spilaður á heimavelli Íslandsmeistarana í Víkinni á öðrum í páskum. Mótastjóri KSÍ hefur raðað upp Íslandsmótinu og þar kemur fram hvaða lið mætast í hverri umferð þótt að það eftir að verða einhverjar breytingar á leikdögum eða leiktímum. SÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Efstu deild karla, Efstu deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla. Leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið ákveðnir. Niðurröðun leikja tekur mið af yfirlýsingu meirihluta félaga í tveimur efstu deildum karla um að lögð verði fram tillaga að breyttu fyrirkomulagi í Efstu deild karla á ársþingi KSÍ í lok febrúar, sem taki strax gildi keppnistímabilið 2022. Einnig hafa verið gerðar tilfærslur á leikjum í 10. og 12. umferð vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum félagsliða. Að ósk stjórnar ÍTF hefur verið ákveðið að seinka upphafi Efstu deildar karla og aðalkeppni Mjólkurbikars karla frá því sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Keppni Efstu deildar karla hefst því 18. apríl (annan í páskum) og aðalkeppni Mjólkurbikarsins (32-liða úrslit) hefst í lok maí. Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verður laugardaginn 1. október, sem er sömu helgi og gert er ráð fyrir að úrslitakeppni Efstu deildar karla hefjist. Leikir viðkomandi liða í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frestast því til miðvikudagsins 5. október. Keppni Efstu deildar karla lýkur svo laugardaginn 29. október. Keppni í Efstu deild kvenna hefst þriðjudaginn 26. apríl og lýkur laugardaginn 1. október. Gert er rúmlega sex vikna hlé um mitt mót vegna þátttöku íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna verður laugardaginn 27. ágúst. Fyrsta umferð í efstu deild karla 2022: Víkingur R.-FH Valur-ÍBV Breiðablik-Keflavík Stjarnan-ÍA KA-Leiknir R. Fram- KR - Önnur umferð í efstu deild karla 2022: ÍBV-KA Leiknir R.-Stjarnan ÍA-Víkingur R. Keflavík-Valur KR-Breiðablik FH-Fram - Lokaumferð í efstu deild karla 2022: Breiðablik-ÍBV Fram-Keflavík Stjarnan-FH Valur-KA ÍA-Leiknir R. Víkingur R.-KR Fyrsti leikurinn í efstu deild karla verður leikur Víkinga og FH 18. apríl. Fyrsta umferðin klárast síðan næstu tvo daga á eftir samkvæmt þessum fyrstu drögum. Nýliðar ÍBV heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda en Helgi Sigurðsson, sem kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu, er nú orðinn aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Sama kvöld taka Blikar á móti Keflvíkingum og Skagamenn heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn. Nýkliðar Fram frá KR-inga í heimsókn í fyrsta leiknum sem verður spilaður á nýja Framvellinum í Úlfarsárdal. Sama kvöld tekur KA á móti Leikni en sá leikur fer líklega fram á Dalvík ef marka stöðu á Akureyrarvellinum á sama tíma í fyrra. KR-ingar mæta bæði Blikum og Valsmönnum í fyrstu þremur umferðunum. Eftir leikinn á móti FH í fyrstu umferðinni þá spila Íslandsmeistarar Víkinga við ÍA og Keflavík. Í 22. umferðinni, síðustu umferð fyrir úrslitakeppni, þá mætast Víkingur og KR í Víkinni og Stjarnan tekur á móti FH í Garðabænum. Það má nálgast alla leikjaröðina með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Mótastjóri KSÍ hefur raðað upp Íslandsmótinu og þar kemur fram hvaða lið mætast í hverri umferð þótt að það eftir að verða einhverjar breytingar á leikdögum eða leiktímum. SÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Efstu deild karla, Efstu deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla. Leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið ákveðnir. Niðurröðun leikja tekur mið af yfirlýsingu meirihluta félaga í tveimur efstu deildum karla um að lögð verði fram tillaga að breyttu fyrirkomulagi í Efstu deild karla á ársþingi KSÍ í lok febrúar, sem taki strax gildi keppnistímabilið 2022. Einnig hafa verið gerðar tilfærslur á leikjum í 10. og 12. umferð vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum félagsliða. Að ósk stjórnar ÍTF hefur verið ákveðið að seinka upphafi Efstu deildar karla og aðalkeppni Mjólkurbikars karla frá því sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Keppni Efstu deildar karla hefst því 18. apríl (annan í páskum) og aðalkeppni Mjólkurbikarsins (32-liða úrslit) hefst í lok maí. Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verður laugardaginn 1. október, sem er sömu helgi og gert er ráð fyrir að úrslitakeppni Efstu deildar karla hefjist. Leikir viðkomandi liða í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frestast því til miðvikudagsins 5. október. Keppni Efstu deildar karla lýkur svo laugardaginn 29. október. Keppni í Efstu deild kvenna hefst þriðjudaginn 26. apríl og lýkur laugardaginn 1. október. Gert er rúmlega sex vikna hlé um mitt mót vegna þátttöku íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna verður laugardaginn 27. ágúst. Fyrsta umferð í efstu deild karla 2022: Víkingur R.-FH Valur-ÍBV Breiðablik-Keflavík Stjarnan-ÍA KA-Leiknir R. Fram- KR - Önnur umferð í efstu deild karla 2022: ÍBV-KA Leiknir R.-Stjarnan ÍA-Víkingur R. Keflavík-Valur KR-Breiðablik FH-Fram - Lokaumferð í efstu deild karla 2022: Breiðablik-ÍBV Fram-Keflavík Stjarnan-FH Valur-KA ÍA-Leiknir R. Víkingur R.-KR Fyrsti leikurinn í efstu deild karla verður leikur Víkinga og FH 18. apríl. Fyrsta umferðin klárast síðan næstu tvo daga á eftir samkvæmt þessum fyrstu drögum. Nýliðar ÍBV heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda en Helgi Sigurðsson, sem kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu, er nú orðinn aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Sama kvöld taka Blikar á móti Keflvíkingum og Skagamenn heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn. Nýkliðar Fram frá KR-inga í heimsókn í fyrsta leiknum sem verður spilaður á nýja Framvellinum í Úlfarsárdal. Sama kvöld tekur KA á móti Leikni en sá leikur fer líklega fram á Dalvík ef marka stöðu á Akureyrarvellinum á sama tíma í fyrra. KR-ingar mæta bæði Blikum og Valsmönnum í fyrstu þremur umferðunum. Eftir leikinn á móti FH í fyrstu umferðinni þá spila Íslandsmeistarar Víkinga við ÍA og Keflavík. Í 22. umferðinni, síðustu umferð fyrir úrslitakeppni, þá mætast Víkingur og KR í Víkinni og Stjarnan tekur á móti FH í Garðabænum. Það má nálgast alla leikjaröðina með því að smella hér.
Fyrsta umferð í efstu deild karla 2022: Víkingur R.-FH Valur-ÍBV Breiðablik-Keflavík Stjarnan-ÍA KA-Leiknir R. Fram- KR - Önnur umferð í efstu deild karla 2022: ÍBV-KA Leiknir R.-Stjarnan ÍA-Víkingur R. Keflavík-Valur KR-Breiðablik FH-Fram - Lokaumferð í efstu deild karla 2022: Breiðablik-ÍBV Fram-Keflavík Stjarnan-FH Valur-KA ÍA-Leiknir R. Víkingur R.-KR
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira