Íslandsmeistarar Víkings byrja titilvörnina á móti Óla Jóh Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 15:00 Kristall Máni Ingason og félagar í Víkingi byrja titilvörnina á heimavelli á móti FH-ingum. Vísir/Hulda Margrét Opnunarleikur efstu deildar karla í knattspyrnu í ár verður spilaður á heimavelli Íslandsmeistarana í Víkinni á öðrum í páskum. Mótastjóri KSÍ hefur raðað upp Íslandsmótinu og þar kemur fram hvaða lið mætast í hverri umferð þótt að það eftir að verða einhverjar breytingar á leikdögum eða leiktímum. SÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Efstu deild karla, Efstu deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla. Leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið ákveðnir. Niðurröðun leikja tekur mið af yfirlýsingu meirihluta félaga í tveimur efstu deildum karla um að lögð verði fram tillaga að breyttu fyrirkomulagi í Efstu deild karla á ársþingi KSÍ í lok febrúar, sem taki strax gildi keppnistímabilið 2022. Einnig hafa verið gerðar tilfærslur á leikjum í 10. og 12. umferð vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum félagsliða. Að ósk stjórnar ÍTF hefur verið ákveðið að seinka upphafi Efstu deildar karla og aðalkeppni Mjólkurbikars karla frá því sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Keppni Efstu deildar karla hefst því 18. apríl (annan í páskum) og aðalkeppni Mjólkurbikarsins (32-liða úrslit) hefst í lok maí. Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verður laugardaginn 1. október, sem er sömu helgi og gert er ráð fyrir að úrslitakeppni Efstu deildar karla hefjist. Leikir viðkomandi liða í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frestast því til miðvikudagsins 5. október. Keppni Efstu deildar karla lýkur svo laugardaginn 29. október. Keppni í Efstu deild kvenna hefst þriðjudaginn 26. apríl og lýkur laugardaginn 1. október. Gert er rúmlega sex vikna hlé um mitt mót vegna þátttöku íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna verður laugardaginn 27. ágúst. Fyrsta umferð í efstu deild karla 2022: Víkingur R.-FH Valur-ÍBV Breiðablik-Keflavík Stjarnan-ÍA KA-Leiknir R. Fram- KR - Önnur umferð í efstu deild karla 2022: ÍBV-KA Leiknir R.-Stjarnan ÍA-Víkingur R. Keflavík-Valur KR-Breiðablik FH-Fram - Lokaumferð í efstu deild karla 2022: Breiðablik-ÍBV Fram-Keflavík Stjarnan-FH Valur-KA ÍA-Leiknir R. Víkingur R.-KR Fyrsti leikurinn í efstu deild karla verður leikur Víkinga og FH 18. apríl. Fyrsta umferðin klárast síðan næstu tvo daga á eftir samkvæmt þessum fyrstu drögum. Nýliðar ÍBV heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda en Helgi Sigurðsson, sem kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu, er nú orðinn aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Sama kvöld taka Blikar á móti Keflvíkingum og Skagamenn heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn. Nýkliðar Fram frá KR-inga í heimsókn í fyrsta leiknum sem verður spilaður á nýja Framvellinum í Úlfarsárdal. Sama kvöld tekur KA á móti Leikni en sá leikur fer líklega fram á Dalvík ef marka stöðu á Akureyrarvellinum á sama tíma í fyrra. KR-ingar mæta bæði Blikum og Valsmönnum í fyrstu þremur umferðunum. Eftir leikinn á móti FH í fyrstu umferðinni þá spila Íslandsmeistarar Víkinga við ÍA og Keflavík. Í 22. umferðinni, síðustu umferð fyrir úrslitakeppni, þá mætast Víkingur og KR í Víkinni og Stjarnan tekur á móti FH í Garðabænum. Það má nálgast alla leikjaröðina með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Mótastjóri KSÍ hefur raðað upp Íslandsmótinu og þar kemur fram hvaða lið mætast í hverri umferð þótt að það eftir að verða einhverjar breytingar á leikdögum eða leiktímum. SÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Efstu deild karla, Efstu deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla. Leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið ákveðnir. Niðurröðun leikja tekur mið af yfirlýsingu meirihluta félaga í tveimur efstu deildum karla um að lögð verði fram tillaga að breyttu fyrirkomulagi í Efstu deild karla á ársþingi KSÍ í lok febrúar, sem taki strax gildi keppnistímabilið 2022. Einnig hafa verið gerðar tilfærslur á leikjum í 10. og 12. umferð vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum félagsliða. Að ósk stjórnar ÍTF hefur verið ákveðið að seinka upphafi Efstu deildar karla og aðalkeppni Mjólkurbikars karla frá því sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Keppni Efstu deildar karla hefst því 18. apríl (annan í páskum) og aðalkeppni Mjólkurbikarsins (32-liða úrslit) hefst í lok maí. Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verður laugardaginn 1. október, sem er sömu helgi og gert er ráð fyrir að úrslitakeppni Efstu deildar karla hefjist. Leikir viðkomandi liða í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frestast því til miðvikudagsins 5. október. Keppni Efstu deildar karla lýkur svo laugardaginn 29. október. Keppni í Efstu deild kvenna hefst þriðjudaginn 26. apríl og lýkur laugardaginn 1. október. Gert er rúmlega sex vikna hlé um mitt mót vegna þátttöku íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna verður laugardaginn 27. ágúst. Fyrsta umferð í efstu deild karla 2022: Víkingur R.-FH Valur-ÍBV Breiðablik-Keflavík Stjarnan-ÍA KA-Leiknir R. Fram- KR - Önnur umferð í efstu deild karla 2022: ÍBV-KA Leiknir R.-Stjarnan ÍA-Víkingur R. Keflavík-Valur KR-Breiðablik FH-Fram - Lokaumferð í efstu deild karla 2022: Breiðablik-ÍBV Fram-Keflavík Stjarnan-FH Valur-KA ÍA-Leiknir R. Víkingur R.-KR Fyrsti leikurinn í efstu deild karla verður leikur Víkinga og FH 18. apríl. Fyrsta umferðin klárast síðan næstu tvo daga á eftir samkvæmt þessum fyrstu drögum. Nýliðar ÍBV heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda en Helgi Sigurðsson, sem kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu, er nú orðinn aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Sama kvöld taka Blikar á móti Keflvíkingum og Skagamenn heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn. Nýkliðar Fram frá KR-inga í heimsókn í fyrsta leiknum sem verður spilaður á nýja Framvellinum í Úlfarsárdal. Sama kvöld tekur KA á móti Leikni en sá leikur fer líklega fram á Dalvík ef marka stöðu á Akureyrarvellinum á sama tíma í fyrra. KR-ingar mæta bæði Blikum og Valsmönnum í fyrstu þremur umferðunum. Eftir leikinn á móti FH í fyrstu umferðinni þá spila Íslandsmeistarar Víkinga við ÍA og Keflavík. Í 22. umferðinni, síðustu umferð fyrir úrslitakeppni, þá mætast Víkingur og KR í Víkinni og Stjarnan tekur á móti FH í Garðabænum. Það má nálgast alla leikjaröðina með því að smella hér.
Fyrsta umferð í efstu deild karla 2022: Víkingur R.-FH Valur-ÍBV Breiðablik-Keflavík Stjarnan-ÍA KA-Leiknir R. Fram- KR - Önnur umferð í efstu deild karla 2022: ÍBV-KA Leiknir R.-Stjarnan ÍA-Víkingur R. Keflavík-Valur KR-Breiðablik FH-Fram - Lokaumferð í efstu deild karla 2022: Breiðablik-ÍBV Fram-Keflavík Stjarnan-FH Valur-KA ÍA-Leiknir R. Víkingur R.-KR
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira