Riftu samningi við fyrrverandi leikmann FH og Fylkis vegna tengsla við nauðgunarmál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 10:49 Jerv bauð Sonna Ragnar Nattested velkominn en rifti samningnum við hann skömmu síðar. getty/LARS RONBOG/heimasíða jerv Jerv, nýliðar í norsku úrvalsdeildinni, riftu samningi sínum við færeyska varnarmanninn Sonni Ragnar Nattested, fyrrverandi leikmann FH og Fylkis, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við félagið. Ástæðan er tengsl hans við nauðgunarmál gegn Babacar Sarr, fyrrverandi leikmanns Selfoss. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði. Norski boltinn Noregur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira