Gripinn með gríðarlegt magn barnakláms sem uppgötvaðist fyrir tilviljun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 20:50 Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi. Vísir/Vilhelm. Karlmaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa 132 þúsund ljósmyndir og rúmlega fimm þúsund kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í vörslum sínum. Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira