Nær útilokað að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 15:30 Vetrarólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 4.-20. febrúar. Getty Nú þegar akkúrat mánuður er í að Vetrarólympíuleikarnir eigi að hefjast í Peking hafa ýmsir lýst yfir efasemdum um að rétt sé að halda leikana í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita. Ekki stendur þó til að fresta leikunum. Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira