Vísað úr flugi eftir að hafa neitað að bera grímur og reynt að reykja sígarettur Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 22:00 Rússneski hópurinn skilaði sér að lokum heim til Moskvu, 2. janúar, eftir að hafa verið vísað úr flugvél Air Canada á gamlársdag. Getty/Gavriil Grigorov Leikmönnum rússneska ungmennalandsliðsins í íshokkí var vísað úr flugvélinni þegar þeir hugðust halda heim á leið af HM, eftir drykkjulæti. Tékkum var einnig vísað úr vélinni en það var vegna misskilnings. Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum. Íshokkí Rússland Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira
Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum.
Íshokkí Rússland Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira