Vísað úr flugi eftir að hafa neitað að bera grímur og reynt að reykja sígarettur Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 22:00 Rússneski hópurinn skilaði sér að lokum heim til Moskvu, 2. janúar, eftir að hafa verið vísað úr flugvél Air Canada á gamlársdag. Getty/Gavriil Grigorov Leikmönnum rússneska ungmennalandsliðsins í íshokkí var vísað úr flugvélinni þegar þeir hugðust halda heim á leið af HM, eftir drykkjulæti. Tékkum var einnig vísað úr vélinni en það var vegna misskilnings. Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum. Íshokkí Rússland Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum.
Íshokkí Rússland Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira