„Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi. Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34
„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33
Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14