Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 08:01 Gilberto Duarte reynir að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson í sigri Portúgals gegn Íslandi á HM fyrir ári síðan. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. Í dag var tilkynnt að æfingamóti í Sviss hefði verið aflýst. Á mótinu átti Portúgal að mæta heimamönnum, Svartfjallalandi og Úkraínu um komandi helgi. Á heimasíðu mótsins segir að vegna smita í liðum Portúgals og Svartfjallalands sé ekki annað hægt en að fresta mótinu fram á næsta ár. Samkvæmt nýjustu fréttum eru reglur EHF á þá leið að leikmenn þurfi að bíða í 14 daga eftir að smit greinist, þar til að þeir mega spila á EM. Það þýðir að leikmaður sem greinist smitaður í dag missir af leikjunum þremur í riðlakeppninni. Enn stendur til að Ísland leiki vináttulandsleiki í aðdraganda þess að liðið mætir Portúgal 14. janúar í Búdapest. Litháar eru væntanlegir til landsins og leika liðin tvo leiki á Ásvöllum, á föstudag og sunnudag. Þrír leikmenn greindust smitaðir í íslenska landsliðshópnum undir lok síðasta árs, áður en hópurinn kom saman til æfinga 2. janúar. Enginn þeirra kom þó smitaður til móts við hópinn, sem verður í búblu hér á landi þar til að haldið verður á EM. Þegar æfingar hófust voru 17 af 20 leikmönnum með eftir að hafa allir reynst með neikvæð sýni við fyrstu PCR-próf. Tveir leikmenn voru þá í sóttkví og einn í einangrun, en áttu að geta komið inn í búbluna í miðri viku. Eins og fyrr segir er fyrsti leikur Íslands á EM gegn Portúgal 14. janúar en liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Í dag var tilkynnt að æfingamóti í Sviss hefði verið aflýst. Á mótinu átti Portúgal að mæta heimamönnum, Svartfjallalandi og Úkraínu um komandi helgi. Á heimasíðu mótsins segir að vegna smita í liðum Portúgals og Svartfjallalands sé ekki annað hægt en að fresta mótinu fram á næsta ár. Samkvæmt nýjustu fréttum eru reglur EHF á þá leið að leikmenn þurfi að bíða í 14 daga eftir að smit greinist, þar til að þeir mega spila á EM. Það þýðir að leikmaður sem greinist smitaður í dag missir af leikjunum þremur í riðlakeppninni. Enn stendur til að Ísland leiki vináttulandsleiki í aðdraganda þess að liðið mætir Portúgal 14. janúar í Búdapest. Litháar eru væntanlegir til landsins og leika liðin tvo leiki á Ásvöllum, á föstudag og sunnudag. Þrír leikmenn greindust smitaðir í íslenska landsliðshópnum undir lok síðasta árs, áður en hópurinn kom saman til æfinga 2. janúar. Enginn þeirra kom þó smitaður til móts við hópinn, sem verður í búblu hér á landi þar til að haldið verður á EM. Þegar æfingar hófust voru 17 af 20 leikmönnum með eftir að hafa allir reynst með neikvæð sýni við fyrstu PCR-próf. Tveir leikmenn voru þá í sóttkví og einn í einangrun, en áttu að geta komið inn í búbluna í miðri viku. Eins og fyrr segir er fyrsti leikur Íslands á EM gegn Portúgal 14. janúar en liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15