Agnieszka styður Ólöfu Helgu og vill aftur verða varaformaður Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2022 08:16 Agnieszka Ewa Ziółkowska og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Efling Agnieszka Ewa Ziółkowska, formaður Eflingar, segist ekki ætla að bjóða sig fram til embættis formanns Eflingar. Hún lýsir yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur og segist vilja starfa sem varaformaður félagsins. Agnieszka segir frá þessu í færslu á Facebook í gær, en Agnieszka Ewa, sem var varaformaður Eflingar, tók við embætti formanns félagsins eftir afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur í haust. Ólöf Helga tók þá við embætti varaformanns, en hún tilkynnti um framboð sitt til formanns í gær. Agnieszka segir að þær Ólöf hafi leitt Eflingu í gegnum strembna tíma, tryggt þjónustu við félagsfólk og lagt drög að næsta starfsári sem muni verða annasamt bæði innan hreyfingarinnar og út á við. „Margir hafa spurt mig hvort ég vilji gefa kost á mér í embætti formanns. Svarið við því er að ég er kjörin varaformaður fram til ársins 2023. Það er það embætti sem ég bauð mig fram til og hef áhuga á að sinna. Ég hef verið ábyrg fyrir vinnustaðaeftirliti Eflingar og tekið þátt í baráttu gegn brotum á réttindum launafólks. Sjálf hef ég upplifað slík réttindabrot og vil halda þeirri baráttu áfram sem varaformaður í náinni áframhaldandi samvinnu við Ólöfu Helgu. Ég vil gjarnan vinna með nýrri stjórn Eflingar sem varaformaður að þessum verkefnum og öllum þeim verkefnum sem okkar bíða á þessu ári. Ég ber fullt traust til Ólafar Helgu og lýsi yfir stuðningi við framboð hennar til formanns Eflingar.“ Auk Ólafar Helgu hefur Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, tilkynnt um framboð til formanns. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Agnieszka segir frá þessu í færslu á Facebook í gær, en Agnieszka Ewa, sem var varaformaður Eflingar, tók við embætti formanns félagsins eftir afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur í haust. Ólöf Helga tók þá við embætti varaformanns, en hún tilkynnti um framboð sitt til formanns í gær. Agnieszka segir að þær Ólöf hafi leitt Eflingu í gegnum strembna tíma, tryggt þjónustu við félagsfólk og lagt drög að næsta starfsári sem muni verða annasamt bæði innan hreyfingarinnar og út á við. „Margir hafa spurt mig hvort ég vilji gefa kost á mér í embætti formanns. Svarið við því er að ég er kjörin varaformaður fram til ársins 2023. Það er það embætti sem ég bauð mig fram til og hef áhuga á að sinna. Ég hef verið ábyrg fyrir vinnustaðaeftirliti Eflingar og tekið þátt í baráttu gegn brotum á réttindum launafólks. Sjálf hef ég upplifað slík réttindabrot og vil halda þeirri baráttu áfram sem varaformaður í náinni áframhaldandi samvinnu við Ólöfu Helgu. Ég vil gjarnan vinna með nýrri stjórn Eflingar sem varaformaður að þessum verkefnum og öllum þeim verkefnum sem okkar bíða á þessu ári. Ég ber fullt traust til Ólafar Helgu og lýsi yfir stuðningi við framboð hennar til formanns Eflingar.“ Auk Ólafar Helgu hefur Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, tilkynnt um framboð til formanns.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01