BBC segir frá því að hækkun eldsneytisverðs hafi verið mótmælt víða um land og hafi forsetinn ákveðið að grípa til aðgerða eftir að lögregla þurfti að beita táragasi gegn mómælendum í stórborginni Almaty og kveikt hafði verið í bílum.
Tokayev samþykkti svo í morgun afsögn forsætisráðherrans Askar Mamin og ríkisstjórnar hans. Aðstoðarforsætisráðherrann Alikhan Smailov hefur verið skipaður forsætisráðherra til bráðabirgða.
Forsetinn Tokayev sagði í ávarpi til þjóðarinnar að árásir mótmælenda á opinberar skrifstofur hafi verið „algerlega ólöglegar“.
#Kazakhstan : the city of #Aktobe today. Protestors are storming the regional administration building as riot police stand by and watch. pic.twitter.com/SiCc3ug0IC
— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 5, 2022
Neyðarástandi hefur lýst yfir í Almaty og í Mangistau-héraði í vesturhluta landsins. Hefur útgöngubanni verið komið á að nóttu og bann við samkomum.
Yfirvöld hafa sömuleiðis lokað á ýmsa samskiptamiðla, þeirra á meðal Telegram, Signal og Whatsapp, til að torvelda samskipti mótmælenda.