Chelsea í góðum málum eftir klaufalegan varnarleik Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 21:35 Romelu Lukaku sneri aftur í byrjunarlið Chelsea í kvöld eftir vesen undanfarna daga og vikur. Alex Pantling/Getty Images Antonio Conte mætti með sína menn í Tottenham Hotspur á sinn gamla heimavöll en hann vann ensku úrvalsdeildina á sínum tíma sem þjálfari Chelsea. Hans gamla lið gerði honum enga greiða í kvöld og vann Chelsea þægilegan 2-0 sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Kai Havertz kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 5. mínútu leiksins þegar skoraði úr þröngu færi. Skotið virtist fara af varnarmanni og þaðan í netið en markið sem áður skráð á Þjóðverjann. Eftir að hafa klárað úr þröngu færi skall Havertz á Hugo Lloris, markverði Tottenham. Raunar var það þannig að Havertz rak hné sitt í höfuð Llori sem þeim afleiðingum að framherjinn féll yfir markvörðinn og lenti illa. Fór einn af fingrum hans úr lið en hélt þó leik áfram. Þegar rúmur hálftími var liðinn tvöfölduðu heimamenn forystuna. Hakim Ziyech tók þá aukaspyrnu hægra megin við vítateig Tottenham. Spyrnan var föst og stefndi að marki þar sem enginn sóknarmaður Chelsea var sjáanlegur. Það breytti því ekki að Japhet Tanganga skallaði frá með þeim afleiðingum að boltinn fór í Ben Davies og þaðan í netið. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tottenham fans: "He's Inter Milan, he's Inter Milan, Romelu Lukaku, he's Inter Milan."Romelu Lukaku to Spurs fans after Chelsea's second goal pic.twitter.com/bKQWWICIwR— B/R Football (@brfootball) January 5, 2022 Havertz fór af velli í hálfleik vegna meiðslanna sem hann varð fyrr í upphafi leiks. Þó Chelsea hafi ekki skorað fleiri mörk í síðari hálfleik þá tókst gestunum aldrei að ógna marki heimamanna og fór það svo að Chelsea vann þægilegan 2-0 sigur. Chelsea er því í einkar góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram eftir viku. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Fótbolti
Antonio Conte mætti með sína menn í Tottenham Hotspur á sinn gamla heimavöll en hann vann ensku úrvalsdeildina á sínum tíma sem þjálfari Chelsea. Hans gamla lið gerði honum enga greiða í kvöld og vann Chelsea þægilegan 2-0 sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Kai Havertz kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 5. mínútu leiksins þegar skoraði úr þröngu færi. Skotið virtist fara af varnarmanni og þaðan í netið en markið sem áður skráð á Þjóðverjann. Eftir að hafa klárað úr þröngu færi skall Havertz á Hugo Lloris, markverði Tottenham. Raunar var það þannig að Havertz rak hné sitt í höfuð Llori sem þeim afleiðingum að framherjinn féll yfir markvörðinn og lenti illa. Fór einn af fingrum hans úr lið en hélt þó leik áfram. Þegar rúmur hálftími var liðinn tvöfölduðu heimamenn forystuna. Hakim Ziyech tók þá aukaspyrnu hægra megin við vítateig Tottenham. Spyrnan var föst og stefndi að marki þar sem enginn sóknarmaður Chelsea var sjáanlegur. Það breytti því ekki að Japhet Tanganga skallaði frá með þeim afleiðingum að boltinn fór í Ben Davies og þaðan í netið. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tottenham fans: "He's Inter Milan, he's Inter Milan, Romelu Lukaku, he's Inter Milan."Romelu Lukaku to Spurs fans after Chelsea's second goal pic.twitter.com/bKQWWICIwR— B/R Football (@brfootball) January 5, 2022 Havertz fór af velli í hálfleik vegna meiðslanna sem hann varð fyrr í upphafi leiks. Þó Chelsea hafi ekki skorað fleiri mörk í síðari hálfleik þá tókst gestunum aldrei að ógna marki heimamanna og fór það svo að Chelsea vann þægilegan 2-0 sigur. Chelsea er því í einkar góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram eftir viku. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.