Kærir úrskurð um rúmlega þrjátíu daga sóttkví til Landsréttar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2022 19:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Úrskurður í máli manns sem verið hefur í sóttkví síðan 11. desember síðastliðinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Héraðsdómari taldi sóttkvína standast, en lögmaður mannsins segir að til standi að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“ Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira