Lýsir sundrung í klefa Man. Utd og segir sautján leikmenn óánægða Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 08:00 Edinson Cavani, Paul Pogba og Anthony Martial virðast allir vera á förum frá Manchester United á þessu ári. Getty/Peter Cziborra Ef eitthvað er að marka ensku götublöðin er allt í upplausn í herbúðum Manchester United eftir frekar dapurt gengi á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira