Löður sendir frá sér nýtt lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:33 Dúettinn Löður var að senda frá sér nýtt lag. Löður/Jónatan Grétarsson Hljómsveitin Löður frumflutti á Bylgjunni í gær lagið Himinn og haf. Myndbandið við lagið er nú komið út. Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu. Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu.
Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35