Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Vestri 80-71 | Keflvíkingar aftur á sigurbraut Atli Arason skrifar 6. janúar 2022 22:32 Keflavík - Njarðvík Subway deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ deild karla vetur 2021-2022 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson Topplið Keflavíkur vann góðan níu stiga sigur er liðið tók á móti Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 80-71. Gestirnir byrjuðu leikinn ansi vel, að fjórum mínútum liðnum var Vestri með 100% skotnýtingu úr 5 tilraunum af gólfinu og voru yfir, 9-13. Keflvíkingum gekk illa að koma sér í gang, hittu ekki vel framan af og töpuðu nokkrum boltum og Vestri náði 5 stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta, 13-18. Það var mesta forskot sem Vestri náði í leiknum en eftir það fór allt niður á við fyrir gestina. Skotin hættu að detta niður og Keflavík gerir 13 stig gegn tveimur hjá Vestra það sem eftir lifði fyrsta leikhluta og staðan var 26-20 af fyrsta fjórðungi afstöðnum. Gestirnir gerðu fyrstu tvö stigin í öðrum leikhluta en þar á eftir safnaði Vesti fleiri misheppnuðum skot tilraunum en stigum þar sem eftir lifði leikhlutans, alls 14 skot sem fóru ekki ofan í. Keflavík gekk á lagið og setti í næsta gír. 8-0 og 7-0 áhlaup Keflavíkur varð til þess að heimamenn náðu mest 13 stiga forskoti í leikhlutanum og unnu annan leikhluta að lokum 18-13 og staðan í hálfleik var því 44-33. Liðin skiptust á stigum í þriðja leikhluta og munurinn sveiflaðist á milli 13 og 8 stigum áður en að Keflavík gerði 5 stig í röð um miðjan leikhluta til að komast í 16 stiga forystu, 58-42. Það var mesti munurinn á milli liðanna í leiknum en gestirnir gerðu sjö stig gegn tveimur frá heimamönnum það sem eftir lifði af þriðja fjórðung sem lauk í stöðunni 60-49. Milli síðustu tveggja leikhlutana kom í ljós að tvö stig vantaði á Keflavík á tölfræði skýrsluna samkvæmt Davíði Tómasi, einum af dómurum leiksins, en þeim var bætt á töfluna fyrir fjórða leikhluta. Því var munurinn í raun 13 stig fyrir loka leikhlutann. Fjórði leikhluti var í raun bara formsatriði fyrir heimamenn. Gestirnir fá Ísafirði náðu aldrei að koma með alvöru áhlaup á Keflavík sem sigldu þessu þægilega heim. Lokatölur 80-71. Af hverju vann Keflavík? Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í kvöld. Vestri tapaði mikið af boltum á mikilvægum augnablikum þegar þeir höfðu tækifæri til að komast aftur inn í leikinn. Þrátt fyrir flotta skotnýtingu Vestra í upphafi leiks þá dalaði hún of mikið eftir því sem á leið á leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var besti leikmaður Keflavíkur í kvöld með 23 stig, sex fráköst og eina stoðsendingu ásamt því að stela fjórum boltum þegar það reyndi mest á varnarleik Keflavíkur. 23 framlagspunktar hjá Burks. Hjá gestunum var Ken-Jah Bosley með jafn mikið af stigum og fráköstum, 20 framlagspunktar. Hvað gerist næst? Leik Keflavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum VÍS bikarsins var frestað. Þess í stað spila þeir næsta leik í deildinni þann 21. janúar, þó gegn Stjörnunni. Ísfirðingar fá Íslandsmeistara Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn degi fyrr, þann 20. janúar. „Við eigum að vera nógu góðir“ Pétur Már SigurðssonVísir/Eyþór Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, taldi liðið sitt geta gert betur en það sýndi í kvöld. „Við grófum okkur í holu í fyrri hálfleik sem var erfitt og sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska á tímabili og þá refsuðu þeir okkur og það var erfitt að grafa okkur upp úr því. Mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik varnarlega en sóknin var allt of stirð. Við fengum svo nokkar sóknir þar sem við vorum að hreyfa boltann ágætlega en við vorum annars allt of flatir sóknarlega,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum að spila á móti góðu varnarliði á hálfum velli. Þeir eru stórir og sterkir og þeir þvinguðu okkur í erfiðar aðstæður. Ég vil samt meina að við eigum að vera nógu góðir til að takast á við þær aðstæður en við vorum það ekki.“ Næsti leikur Vestra er gegn Íslandsmeisturum Þór en Pétur er með hugann við leikinn gegn ÍR sem var frestað á milli jóla og nýárs og það er ekki enn þá búið að finna nýja dagsetningu fyrir þann leik. „Ég veit ekki hvenær ÍR leikurinn verður settur á en það er stóri leikurinn fyrir okkur. Ég þyrfti að fá að vita það sem fyrst en það er allt annað tempó af körfubolta sem maður spilar gegn Þór og við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. „Ekki besti leikurinn“ Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að vera ánægður með stigin tvö í kvöld. „Þetta var ekki besti leikurinn og ekki heldur skemmtilegasti leikurinn en við unnum og það er það sem skiptir máli. Við tókumst vel á við þetta og náðum að rótera vel og fara djúpt á bekkinn,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í viðtali við Vísi eftir leik. Calvin Burks átti fínan leik í kvöld en Burks hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir leik sinn á tímabilinu. „Hann hefur þetta til, hann fer of oft í felur að mínu mati og þarf að gera betur en hann er að gera og getur gert það. Við erum búnir að sjá það mörgu sinnum og hann þarf bara að spýta í lófana,“ svaraði Hjalti, aðspurður út í frammistöðu Burks í kvöld. Keflavík tilkynnti nýjan leikmann rétt fyrir áramót, Darius Tarvydas, sem var samt ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld. Ástæðan fyrir því var einföld samkvæmt Hjalta. „Tölvupóstarnir eru bara of lengi að berast frá Frakklandi.“ Fram undan er tveggja vikna pása hjá Keflavík eftir að leikjunum í bikarkeppninni var frestað. „Við nýtum þann tíma til að koma nýja gæjanum almennilega inn í þetta og verðum tilbúnir gegn Stjörnunni,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Subway-deild karla Keflavík ÍF Vestri
Topplið Keflavíkur vann góðan níu stiga sigur er liðið tók á móti Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 80-71. Gestirnir byrjuðu leikinn ansi vel, að fjórum mínútum liðnum var Vestri með 100% skotnýtingu úr 5 tilraunum af gólfinu og voru yfir, 9-13. Keflvíkingum gekk illa að koma sér í gang, hittu ekki vel framan af og töpuðu nokkrum boltum og Vestri náði 5 stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta, 13-18. Það var mesta forskot sem Vestri náði í leiknum en eftir það fór allt niður á við fyrir gestina. Skotin hættu að detta niður og Keflavík gerir 13 stig gegn tveimur hjá Vestra það sem eftir lifði fyrsta leikhluta og staðan var 26-20 af fyrsta fjórðungi afstöðnum. Gestirnir gerðu fyrstu tvö stigin í öðrum leikhluta en þar á eftir safnaði Vesti fleiri misheppnuðum skot tilraunum en stigum þar sem eftir lifði leikhlutans, alls 14 skot sem fóru ekki ofan í. Keflavík gekk á lagið og setti í næsta gír. 8-0 og 7-0 áhlaup Keflavíkur varð til þess að heimamenn náðu mest 13 stiga forskoti í leikhlutanum og unnu annan leikhluta að lokum 18-13 og staðan í hálfleik var því 44-33. Liðin skiptust á stigum í þriðja leikhluta og munurinn sveiflaðist á milli 13 og 8 stigum áður en að Keflavík gerði 5 stig í röð um miðjan leikhluta til að komast í 16 stiga forystu, 58-42. Það var mesti munurinn á milli liðanna í leiknum en gestirnir gerðu sjö stig gegn tveimur frá heimamönnum það sem eftir lifði af þriðja fjórðung sem lauk í stöðunni 60-49. Milli síðustu tveggja leikhlutana kom í ljós að tvö stig vantaði á Keflavík á tölfræði skýrsluna samkvæmt Davíði Tómasi, einum af dómurum leiksins, en þeim var bætt á töfluna fyrir fjórða leikhluta. Því var munurinn í raun 13 stig fyrir loka leikhlutann. Fjórði leikhluti var í raun bara formsatriði fyrir heimamenn. Gestirnir fá Ísafirði náðu aldrei að koma með alvöru áhlaup á Keflavík sem sigldu þessu þægilega heim. Lokatölur 80-71. Af hverju vann Keflavík? Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í kvöld. Vestri tapaði mikið af boltum á mikilvægum augnablikum þegar þeir höfðu tækifæri til að komast aftur inn í leikinn. Þrátt fyrir flotta skotnýtingu Vestra í upphafi leiks þá dalaði hún of mikið eftir því sem á leið á leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var besti leikmaður Keflavíkur í kvöld með 23 stig, sex fráköst og eina stoðsendingu ásamt því að stela fjórum boltum þegar það reyndi mest á varnarleik Keflavíkur. 23 framlagspunktar hjá Burks. Hjá gestunum var Ken-Jah Bosley með jafn mikið af stigum og fráköstum, 20 framlagspunktar. Hvað gerist næst? Leik Keflavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum VÍS bikarsins var frestað. Þess í stað spila þeir næsta leik í deildinni þann 21. janúar, þó gegn Stjörnunni. Ísfirðingar fá Íslandsmeistara Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn degi fyrr, þann 20. janúar. „Við eigum að vera nógu góðir“ Pétur Már SigurðssonVísir/Eyþór Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, taldi liðið sitt geta gert betur en það sýndi í kvöld. „Við grófum okkur í holu í fyrri hálfleik sem var erfitt og sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska á tímabili og þá refsuðu þeir okkur og það var erfitt að grafa okkur upp úr því. Mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik varnarlega en sóknin var allt of stirð. Við fengum svo nokkar sóknir þar sem við vorum að hreyfa boltann ágætlega en við vorum annars allt of flatir sóknarlega,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum að spila á móti góðu varnarliði á hálfum velli. Þeir eru stórir og sterkir og þeir þvinguðu okkur í erfiðar aðstæður. Ég vil samt meina að við eigum að vera nógu góðir til að takast á við þær aðstæður en við vorum það ekki.“ Næsti leikur Vestra er gegn Íslandsmeisturum Þór en Pétur er með hugann við leikinn gegn ÍR sem var frestað á milli jóla og nýárs og það er ekki enn þá búið að finna nýja dagsetningu fyrir þann leik. „Ég veit ekki hvenær ÍR leikurinn verður settur á en það er stóri leikurinn fyrir okkur. Ég þyrfti að fá að vita það sem fyrst en það er allt annað tempó af körfubolta sem maður spilar gegn Þór og við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. „Ekki besti leikurinn“ Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að vera ánægður með stigin tvö í kvöld. „Þetta var ekki besti leikurinn og ekki heldur skemmtilegasti leikurinn en við unnum og það er það sem skiptir máli. Við tókumst vel á við þetta og náðum að rótera vel og fara djúpt á bekkinn,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í viðtali við Vísi eftir leik. Calvin Burks átti fínan leik í kvöld en Burks hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir leik sinn á tímabilinu. „Hann hefur þetta til, hann fer of oft í felur að mínu mati og þarf að gera betur en hann er að gera og getur gert það. Við erum búnir að sjá það mörgu sinnum og hann þarf bara að spýta í lófana,“ svaraði Hjalti, aðspurður út í frammistöðu Burks í kvöld. Keflavík tilkynnti nýjan leikmann rétt fyrir áramót, Darius Tarvydas, sem var samt ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld. Ástæðan fyrir því var einföld samkvæmt Hjalta. „Tölvupóstarnir eru bara of lengi að berast frá Frakklandi.“ Fram undan er tveggja vikna pása hjá Keflavík eftir að leikjunum í bikarkeppninni var frestað. „Við nýtum þann tíma til að koma nýja gæjanum almennilega inn í þetta og verðum tilbúnir gegn Stjörnunni,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti