Aubameyang missir nú líka af leikjum með landsliðinu eftir partýhöld í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 16:31 Pierre-Emerick Aubameyang spilaði síðast með Arsenal 6. desember síðastliðinn. EPA-EFE/NEIL HALL Arsenal maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang er kominn með kórónuveiruna en hann fékk jákvæða niðurstöðu úr próf þegar hann mætti til leiks í Afríkukeppninni í Kamerún. Aubameyang er að fara að spila með Gabon í Afríkukeppninni sem áttu að verða fyrstu leikir hans í nokkurn tíma því hann var út í kuldanum hjá Arsenal nær allan desembermánuð. Pierre-Emerick Aubameyang has tested positive for COVID-19 upon arriving for the Africa Cup of Nations after a video emerged of him partying in Dubai. pic.twitter.com/unVCoFtNw3— ESPN FC (@ESPNFC) January 6, 2022 Áður en Aubameyang kom til Kamerún þá höfðu birst myndir af honum að skemmta sér í Dúbaí með félögum sínum. Það er ekki vitað hvar hann náði sér í veiruna en Mario Lemina, sem var með honum út á lífinu í Dúbaí, er líka smitaður. Nú missir Aubameyang væntanlega af tveimur fyrstu leikjum Gabon sem eru á móti Kómoreyjum á mánudaginn og Gana fjórum dögum síðar. Hann gæti jafnvel misst af öllu mótinu. Mario Lemina & Pierre Emerick Aubameyang videoed partying in Dubai 4 days before AFCON begins, seemingly without a care for COVID-19. Both have now tested positive for the virus. ( @Stockton928) pic.twitter.com/V4xA1W7uqo— Get French Football News (@GFFN) January 6, 2022 Arsenal hafði gefið honum leyfi til að fara fyrr á Afríkumótið þar sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafði ákveðið að nota hann ekki í leiknum á móti Manchester City. Aubameyang missti fyrirliðabandið hjá Arsenal í byrjun desember en hann spilaði síðast fyrir Arsenal 6. desember þegar hann kom inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok í tapi á móti Everton. Aubameyang er með 4 mörk í 14 deildarleikjum með Arsenal á leiktíðinni. Hann er langstærsta stjarna Gabon-liðsins þar sem hann hefur skorað 29 mörk í 71 landsleik og er sá markahæsti í sögu landsliðsins. Aubameyang skoraði tvö af átta mörkum liðsins í undankeppninni. Mikel Arteta had grown tired of repeated disciplinary breaches and believed Pierre-Emerick Aubameyang was not setting the right example to the rest of the squad, claiming he lacked the "commitment and passion" to play for Arsenal. [@JamesOlley].https://t.co/TZMwZeZc28— Connor Humm (@TikiTakaConnor) January 6, 2022 Enski boltinn Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Aubameyang er að fara að spila með Gabon í Afríkukeppninni sem áttu að verða fyrstu leikir hans í nokkurn tíma því hann var út í kuldanum hjá Arsenal nær allan desembermánuð. Pierre-Emerick Aubameyang has tested positive for COVID-19 upon arriving for the Africa Cup of Nations after a video emerged of him partying in Dubai. pic.twitter.com/unVCoFtNw3— ESPN FC (@ESPNFC) January 6, 2022 Áður en Aubameyang kom til Kamerún þá höfðu birst myndir af honum að skemmta sér í Dúbaí með félögum sínum. Það er ekki vitað hvar hann náði sér í veiruna en Mario Lemina, sem var með honum út á lífinu í Dúbaí, er líka smitaður. Nú missir Aubameyang væntanlega af tveimur fyrstu leikjum Gabon sem eru á móti Kómoreyjum á mánudaginn og Gana fjórum dögum síðar. Hann gæti jafnvel misst af öllu mótinu. Mario Lemina & Pierre Emerick Aubameyang videoed partying in Dubai 4 days before AFCON begins, seemingly without a care for COVID-19. Both have now tested positive for the virus. ( @Stockton928) pic.twitter.com/V4xA1W7uqo— Get French Football News (@GFFN) January 6, 2022 Arsenal hafði gefið honum leyfi til að fara fyrr á Afríkumótið þar sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafði ákveðið að nota hann ekki í leiknum á móti Manchester City. Aubameyang missti fyrirliðabandið hjá Arsenal í byrjun desember en hann spilaði síðast fyrir Arsenal 6. desember þegar hann kom inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok í tapi á móti Everton. Aubameyang er með 4 mörk í 14 deildarleikjum með Arsenal á leiktíðinni. Hann er langstærsta stjarna Gabon-liðsins þar sem hann hefur skorað 29 mörk í 71 landsleik og er sá markahæsti í sögu landsliðsins. Aubameyang skoraði tvö af átta mörkum liðsins í undankeppninni. Mikel Arteta had grown tired of repeated disciplinary breaches and believed Pierre-Emerick Aubameyang was not setting the right example to the rest of the squad, claiming he lacked the "commitment and passion" to play for Arsenal. [@JamesOlley].https://t.co/TZMwZeZc28— Connor Humm (@TikiTakaConnor) January 6, 2022
Enski boltinn Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira