„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:59 Þórir Haraldsson er forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Samsett Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning. Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“ Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“
Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira