Ráð til foreldra barna sem ætla að þiggja bólusetningu við Covid Katrín Mjöll Halldórsdóttir, Nína Björg Arnarsdóttir og Sturla Brynjólfsson skrifa 7. janúar 2022 07:31 Bólusetningar barna við Covid hefjast í næstu viku í Laugardalshöll. Margir fullorðnir hafa farið í bólusetninguna og einhverjir kannast við að hafa upplifað kvíða þrátt fyrir að hafa viljað bólusetninguna. Einnig fannst mörgum sérstök eða óþægileg upplifun að fara í Laugardalshöllina og það sama getur átt við börnin okkar. Því viljum við gefa foreldrum ráð til að undirbúa börnin fyrir bólusetninguna. 1. Spurðu barnið hvað það veit um bólusetningu og hvernig því líður með hana Börn fá allskonar upplýsingar frá umhverfinu sem við vitum ekki um. Mikilvægt er að eiga samtal við barnið um hvað það veit um bólusetninguna og hvort það hafi einhverjar áhyggjur. Oft er gott að styðjast við opnar spurningar eins og ,,Hvað heldur þú að gæti gerst? Hvað er það við þessar aðstæður sem fær þig til að finna fyrir kvíða/áhyggjum? Hvað er það versta sem gæti gerst?”. Hér opnast tækifæri fyrir foreldra að leiðrétta þær villur sem barnið telur að gæti gerst með því að nota staðreyndir. Hafa þarf samt í huga að gera ekki lítið úr áhyggjum og tilfinningum barnanna með setningum á borð við ,,Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu” eða ,,Þetta verður ekkert mál”. Það er nóg að vera til staðar, hlusta og sýna áhyggjunum skilning. Við viljum gefa til kynna að það sé í lagi að finna fyrir öllum tilfinningum og að það sé hlutverk foreldra að vera til staðar og hjálpa þeim í gegnum það. Gott er að eiga þetta samtal með eins miklum fyrirvara og hægt er og gefa sér góðan tíma í það. 2. Útskýrðu fyrir barninu af hverju þér finnst mikilvægt að það fái sprautuna Börn þurfa að fá útskýringu á bólusetningunni sem er í samræmi við þeirra aldur og þroska. Hægt væri til dæmis að segja: ,,Bóluefnið hjálpar líkamanum að búa til varnir gegn Covid svolítið eins og þegar ofurhetja notar skjöld” eða raunsærri líkingu fyrir eldri krakka eins og „Bóluefni er vörn eins og hjálmur þegar við erum úti að hjóla, líkaminn er þá undirbúnari að verjast Covid veirunni ef þú smitast af henni”. 3. Undirbúðu barnið fyrir það sem er í vændum Óvissa getur ýtt undir kvíða og því er gott að segja barninu hvað mun gerast, skref fyrir skref. Til dæmis væri hægt að segja:,,Fyrst förum við í Laugardalshöll og bíðum í röð eftir því að komast inn. Síðan sýni ég strikamerki við innganginn og við segjum nafnið þitt. Svo setjumst við niður í sal með öðrum krökkum þar sem allir sitja í röð. Við bíðum eftir hjúkrunarfræðingi sem kemur með sprautur á bakka. Þegar það er komið að þér þá sótthreinsar hjúkrunarfræðingurinn höndina þína svo það séu engir sýklar á henni og það getur verið pínu kalt. Síðan kemur hann með bóluefnið og sprautar í höndina þína, þú gætir fundið smá sting en það er búið fljótt. Svo færðu plástur.“ Fyrir yngri börnin er gott að hafa sýnilegt hvað er framundan þar sem þau eiga erfiðara að meðtaka og muna það sem þeim er sagt. Hér er myndaröð sem sýnir skipulag bólusetningarinnar. Hægt er að prenta út myndaröðina og leyfa barninu að merkja í hringina þegar skrefið er búið. Það gerir reynsluna minna ógnvekjandi með því að minnka óvissu, dreifa athyglinni og búa til leik úr aðstæðunum. 4. Passaðu skilaboðin sem þú gefur barninu Foreldrar geta sýnt í samskiptum við börnin sín að þau séu kvíðin og það getur aukið kvíða barnsins. Gott er að vera meðvitaður um að kvíðinn getur birst í yrtum og óyrtum samskiptum. Yrt samskipti eru til dæmis að segja nokkrum sinnum ,,Þetta verður allt í lagi” við barnið. Það getur gefið því skilaboð um að það sé að fara í hættulegar aðstæður. Í staðinn er til dæmis hægt að segja upphátt við barnið hvað gerist næst eða benda á hluti í umhverfinu til að sýna barninu að það sé ekkert hættulegt við aðstæðurnar. Óyrt samskipti eru til dæmis að halda fast í höndina á barninu, vera var um sig og vera með stífa líkamstjáningu. 5. Dreifðu athyglinni og veittu barninu stuðning þegar það þarf Í bólusetningarferlinu er gott að hafa tónlist eða aðra afþreyingu til að dreifa athyglinni. Einnig er mikilvægt að spyrja barnið hvaða stuðning það vill, til dæmis bangsa, leiða foreldrið og svo framvegis. Ef barnið sér aðra gráta eða fer sjálft að gráta er mikilvægt að tala um það í staðinn fyrir að láta eins og það sé ekki að gerast. Til dæmis er hægt að segja ,,Þessi er greinilega kvíðinn núna, okkur líður mismunandi í svona aðstæðum og það er allt í lagi að gráta þegar manni líður illa. Þótt við upplifum kvíða þá þýðir það ekki að þetta sé hættulegt.” 6. Þegar komið er að sprautunni Börn eru ólík og hér er ekkert eitt sem virkar fyrir þau öll. Sum þeirra vilja horfa á sprautuna á meðan aðrir vilja dreifa athyglinni, til dæmis er hægt að telja stólana fyrir framan sig eða hversu margir eru með húfu. Einhver vilja að hjúkrunarfræðingurinn telji niður að sprautunni og þá er mikilvægt að foreldrið biðji um það fyrir hönd barnsins. Börn sem eru fælin við sprautur geta gagnast af því að fá einhver sætindi til að halda blóðsykrinum uppi eftir sprautuna. 7. Talaðu við barnið um hvernig reynslan var Kvíði litar oft upplifun okkar, því er mikilvægt að fara yfir hvernig hún var á raunsæjan hátt eftir að kvíðinn er liðinn hjá. Þá er hægt að ræða um jákvæð, neikvæð og hlutlaus atriði tengd bólusetningunni. Hérna er gott að hafa spurningarnar opnar, vera forvitin og spyrja til dæmis.: „Hvernig fannst þér? Hvernig leið þér? Hvað kom þér á óvart? Hvað var eins og þú bjóst við?”. Gott er að eiga þetta samtal þegar heim er komið og smá tími er liðinn frá bólusetningunni. 8. Verðlaun Þegar við höfum gert eitthvað sem er erfitt en mikilvægt fyrir okkur er gott að fá hrós og/eða verðlaun að einhverju tagi. Gott er að ræða fyrirfram hvað barnið myndi vilja í verðlaun til dæmis kósýkvöld, ís, Harry Potter pop figure og svo framvegis. Best ef verðlaunin eru veitt sem fyrst eftir bólusetninguna. Til dæmis væri hægt að hrósa barninu eða gefa fimmu beint eftir bólusetninguna en svo aðeins stærri verðlaun seinna um daginn eða um kvöldið. 9. Útskýra aukaverkanir fyrir barninu Ef barn hefur þroska til þá er hægt að ræða við það um að sumir fái aukaverkanir eftir bólusetninguna. Til dæmis er hægt að segja: ,,Líkaminn er að búa til efni sem verndar mann. Það er algengt að fá smá verk í höndina sumir verða þreyttir, fá hausverk, verða kalt, fá smá hita eða ógleði.” Höfundar mæla með að foreldrar kynni sér frekari upplýsingar á covid.is. Höfundar eru sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og þáttastjórnendur hlaðvarpsins Kvíðakastið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Bólusetningar barna við Covid hefjast í næstu viku í Laugardalshöll. Margir fullorðnir hafa farið í bólusetninguna og einhverjir kannast við að hafa upplifað kvíða þrátt fyrir að hafa viljað bólusetninguna. Einnig fannst mörgum sérstök eða óþægileg upplifun að fara í Laugardalshöllina og það sama getur átt við börnin okkar. Því viljum við gefa foreldrum ráð til að undirbúa börnin fyrir bólusetninguna. 1. Spurðu barnið hvað það veit um bólusetningu og hvernig því líður með hana Börn fá allskonar upplýsingar frá umhverfinu sem við vitum ekki um. Mikilvægt er að eiga samtal við barnið um hvað það veit um bólusetninguna og hvort það hafi einhverjar áhyggjur. Oft er gott að styðjast við opnar spurningar eins og ,,Hvað heldur þú að gæti gerst? Hvað er það við þessar aðstæður sem fær þig til að finna fyrir kvíða/áhyggjum? Hvað er það versta sem gæti gerst?”. Hér opnast tækifæri fyrir foreldra að leiðrétta þær villur sem barnið telur að gæti gerst með því að nota staðreyndir. Hafa þarf samt í huga að gera ekki lítið úr áhyggjum og tilfinningum barnanna með setningum á borð við ,,Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu” eða ,,Þetta verður ekkert mál”. Það er nóg að vera til staðar, hlusta og sýna áhyggjunum skilning. Við viljum gefa til kynna að það sé í lagi að finna fyrir öllum tilfinningum og að það sé hlutverk foreldra að vera til staðar og hjálpa þeim í gegnum það. Gott er að eiga þetta samtal með eins miklum fyrirvara og hægt er og gefa sér góðan tíma í það. 2. Útskýrðu fyrir barninu af hverju þér finnst mikilvægt að það fái sprautuna Börn þurfa að fá útskýringu á bólusetningunni sem er í samræmi við þeirra aldur og þroska. Hægt væri til dæmis að segja: ,,Bóluefnið hjálpar líkamanum að búa til varnir gegn Covid svolítið eins og þegar ofurhetja notar skjöld” eða raunsærri líkingu fyrir eldri krakka eins og „Bóluefni er vörn eins og hjálmur þegar við erum úti að hjóla, líkaminn er þá undirbúnari að verjast Covid veirunni ef þú smitast af henni”. 3. Undirbúðu barnið fyrir það sem er í vændum Óvissa getur ýtt undir kvíða og því er gott að segja barninu hvað mun gerast, skref fyrir skref. Til dæmis væri hægt að segja:,,Fyrst förum við í Laugardalshöll og bíðum í röð eftir því að komast inn. Síðan sýni ég strikamerki við innganginn og við segjum nafnið þitt. Svo setjumst við niður í sal með öðrum krökkum þar sem allir sitja í röð. Við bíðum eftir hjúkrunarfræðingi sem kemur með sprautur á bakka. Þegar það er komið að þér þá sótthreinsar hjúkrunarfræðingurinn höndina þína svo það séu engir sýklar á henni og það getur verið pínu kalt. Síðan kemur hann með bóluefnið og sprautar í höndina þína, þú gætir fundið smá sting en það er búið fljótt. Svo færðu plástur.“ Fyrir yngri börnin er gott að hafa sýnilegt hvað er framundan þar sem þau eiga erfiðara að meðtaka og muna það sem þeim er sagt. Hér er myndaröð sem sýnir skipulag bólusetningarinnar. Hægt er að prenta út myndaröðina og leyfa barninu að merkja í hringina þegar skrefið er búið. Það gerir reynsluna minna ógnvekjandi með því að minnka óvissu, dreifa athyglinni og búa til leik úr aðstæðunum. 4. Passaðu skilaboðin sem þú gefur barninu Foreldrar geta sýnt í samskiptum við börnin sín að þau séu kvíðin og það getur aukið kvíða barnsins. Gott er að vera meðvitaður um að kvíðinn getur birst í yrtum og óyrtum samskiptum. Yrt samskipti eru til dæmis að segja nokkrum sinnum ,,Þetta verður allt í lagi” við barnið. Það getur gefið því skilaboð um að það sé að fara í hættulegar aðstæður. Í staðinn er til dæmis hægt að segja upphátt við barnið hvað gerist næst eða benda á hluti í umhverfinu til að sýna barninu að það sé ekkert hættulegt við aðstæðurnar. Óyrt samskipti eru til dæmis að halda fast í höndina á barninu, vera var um sig og vera með stífa líkamstjáningu. 5. Dreifðu athyglinni og veittu barninu stuðning þegar það þarf Í bólusetningarferlinu er gott að hafa tónlist eða aðra afþreyingu til að dreifa athyglinni. Einnig er mikilvægt að spyrja barnið hvaða stuðning það vill, til dæmis bangsa, leiða foreldrið og svo framvegis. Ef barnið sér aðra gráta eða fer sjálft að gráta er mikilvægt að tala um það í staðinn fyrir að láta eins og það sé ekki að gerast. Til dæmis er hægt að segja ,,Þessi er greinilega kvíðinn núna, okkur líður mismunandi í svona aðstæðum og það er allt í lagi að gráta þegar manni líður illa. Þótt við upplifum kvíða þá þýðir það ekki að þetta sé hættulegt.” 6. Þegar komið er að sprautunni Börn eru ólík og hér er ekkert eitt sem virkar fyrir þau öll. Sum þeirra vilja horfa á sprautuna á meðan aðrir vilja dreifa athyglinni, til dæmis er hægt að telja stólana fyrir framan sig eða hversu margir eru með húfu. Einhver vilja að hjúkrunarfræðingurinn telji niður að sprautunni og þá er mikilvægt að foreldrið biðji um það fyrir hönd barnsins. Börn sem eru fælin við sprautur geta gagnast af því að fá einhver sætindi til að halda blóðsykrinum uppi eftir sprautuna. 7. Talaðu við barnið um hvernig reynslan var Kvíði litar oft upplifun okkar, því er mikilvægt að fara yfir hvernig hún var á raunsæjan hátt eftir að kvíðinn er liðinn hjá. Þá er hægt að ræða um jákvæð, neikvæð og hlutlaus atriði tengd bólusetningunni. Hérna er gott að hafa spurningarnar opnar, vera forvitin og spyrja til dæmis.: „Hvernig fannst þér? Hvernig leið þér? Hvað kom þér á óvart? Hvað var eins og þú bjóst við?”. Gott er að eiga þetta samtal þegar heim er komið og smá tími er liðinn frá bólusetningunni. 8. Verðlaun Þegar við höfum gert eitthvað sem er erfitt en mikilvægt fyrir okkur er gott að fá hrós og/eða verðlaun að einhverju tagi. Gott er að ræða fyrirfram hvað barnið myndi vilja í verðlaun til dæmis kósýkvöld, ís, Harry Potter pop figure og svo framvegis. Best ef verðlaunin eru veitt sem fyrst eftir bólusetninguna. Til dæmis væri hægt að hrósa barninu eða gefa fimmu beint eftir bólusetninguna en svo aðeins stærri verðlaun seinna um daginn eða um kvöldið. 9. Útskýra aukaverkanir fyrir barninu Ef barn hefur þroska til þá er hægt að ræða við það um að sumir fái aukaverkanir eftir bólusetninguna. Til dæmis er hægt að segja: ,,Líkaminn er að búa til efni sem verndar mann. Það er algengt að fá smá verk í höndina sumir verða þreyttir, fá hausverk, verða kalt, fá smá hita eða ógleði.” Höfundar mæla með að foreldrar kynni sér frekari upplýsingar á covid.is. Höfundar eru sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og þáttastjórnendur hlaðvarpsins Kvíðakastið.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun