Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2022 07:43 Frá átökum mótmælenda og lögreglu í Almaty í gær. AP Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. Talsmaður kasakska innanríkisráðuneytisins segir að 26 „vopnaðir glæpamenn“ og átján lögreglumenn hafi látist í átökum þeirra í millum. Mótmæli höfðu staðið víða um land síðustu daga vegna hækkandi eldsneytisverðs. Greint var frá því í gær að ríkisstjórnin hefði farið frá og að forsetinn hefði lýst yfir neyðarástandi víða um land vegna mótmælanna. Þá var víða slökkt á netsambandi til að torvelda allar aðgerðir mótmælenda. This is what it is like in #Almaty tonight #Kazakhstan pic.twitter.com/L5KfehIrQf— Abdujalil A (@abdujalil) January 6, 2022 Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi hafa hvatt bæði kasöksk yfirvöld og mótmælendur að forðast það að beita ofbeldi. BBC segir frá því að rúmlega þrjú þúsund manns hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu, en búið er að koma upp sjötíu eftirlitsstöðvum lögreglu á vegum víða um land. Tokayev leitaði til öryggisbandalagsins CSTO um aðstoð eftir að mótmælin mögnuðust, en auk Kasaka eiga Rússar, Hvít-Rússar, Tadsíkar og Armenar aðild að bandalaginu. Segir að Rússar hafi sent 2.500 hermenn til að aðstoða kasöksk yfirvöld í baráttunni við mótmælendur og er búist við að þeir verði í Kasakstan í einhverja daga eða jafnvel vikur. Kasakstan Rússland Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Ríkisstjórnin farin frá og lýst yfir neyðarástandi Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstans, hefur lýst yfir tveggja vikna neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu í kjölfar mótmæla síðustu vikna. 5. janúar 2022 08:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Talsmaður kasakska innanríkisráðuneytisins segir að 26 „vopnaðir glæpamenn“ og átján lögreglumenn hafi látist í átökum þeirra í millum. Mótmæli höfðu staðið víða um land síðustu daga vegna hækkandi eldsneytisverðs. Greint var frá því í gær að ríkisstjórnin hefði farið frá og að forsetinn hefði lýst yfir neyðarástandi víða um land vegna mótmælanna. Þá var víða slökkt á netsambandi til að torvelda allar aðgerðir mótmælenda. This is what it is like in #Almaty tonight #Kazakhstan pic.twitter.com/L5KfehIrQf— Abdujalil A (@abdujalil) January 6, 2022 Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi hafa hvatt bæði kasöksk yfirvöld og mótmælendur að forðast það að beita ofbeldi. BBC segir frá því að rúmlega þrjú þúsund manns hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu, en búið er að koma upp sjötíu eftirlitsstöðvum lögreglu á vegum víða um land. Tokayev leitaði til öryggisbandalagsins CSTO um aðstoð eftir að mótmælin mögnuðust, en auk Kasaka eiga Rússar, Hvít-Rússar, Tadsíkar og Armenar aðild að bandalaginu. Segir að Rússar hafi sent 2.500 hermenn til að aðstoða kasöksk yfirvöld í baráttunni við mótmælendur og er búist við að þeir verði í Kasakstan í einhverja daga eða jafnvel vikur.
Kasakstan Rússland Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Ríkisstjórnin farin frá og lýst yfir neyðarástandi Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstans, hefur lýst yfir tveggja vikna neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu í kjölfar mótmæla síðustu vikna. 5. janúar 2022 08:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49
Ríkisstjórnin farin frá og lýst yfir neyðarástandi Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstans, hefur lýst yfir tveggja vikna neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu í kjölfar mótmæla síðustu vikna. 5. janúar 2022 08:58