Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2022 17:26 Áslaug Arna er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, en ekki hefur náðst í hana símleiðis í dag, að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standa henni nærri samkennd. Hún segir þó að það mætti gera með öðrum hætti en hún gerði. Hins vegar felist engin afstaða eða vantrú á frásagnir þolenda í lækinu umdeilda. Skilur umræðuna „Störf mín, lagabreytingar og barátta í dómsmálaráðuneytinu og sem þingmaður þar á undan segja meira um afstöðu mína í þessum mikilvægu málum en nokkuð annað,“ segir Áslaug Arna. Hún segist þó skilja þá umræðu sem hefur átt sér stað frá því í gær og að hún þurfi að vanda sig í þessu eins og öðru. Segist saklaus en viðurkennir að hafa farið yfir mörk Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi setti Logi Bergmann inn færslu á Facebooksíðu sína seint í gærkvöldi þar sem hann segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. Ásakanirnar má rekja til viðtals sem hin 24 ára gamla Vítalía Lazareva fór í hjá Eddu Falak á dögunum þar sem hún sagði frá meintu kynferðisofbeldi. Þar sagði hún meðal annars frá því að þjóðþekktur einstaklingur hafði gengið inn á sig og ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Líkt og við mátti búast hafa miklar umræðum sprottið upp um færsluna, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þar hefur Logi Bergmann verið gagnrýndur og ekki síður þeir sem lækað hafa færslu hans. Þeirra á meðal eru til dæmis Áslaug Arna og Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Mál Vítalíu Lazarevu Sjálfstæðisflokkurinn Kynferðisofbeldi MeToo Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, en ekki hefur náðst í hana símleiðis í dag, að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standa henni nærri samkennd. Hún segir þó að það mætti gera með öðrum hætti en hún gerði. Hins vegar felist engin afstaða eða vantrú á frásagnir þolenda í lækinu umdeilda. Skilur umræðuna „Störf mín, lagabreytingar og barátta í dómsmálaráðuneytinu og sem þingmaður þar á undan segja meira um afstöðu mína í þessum mikilvægu málum en nokkuð annað,“ segir Áslaug Arna. Hún segist þó skilja þá umræðu sem hefur átt sér stað frá því í gær og að hún þurfi að vanda sig í þessu eins og öðru. Segist saklaus en viðurkennir að hafa farið yfir mörk Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi setti Logi Bergmann inn færslu á Facebooksíðu sína seint í gærkvöldi þar sem hann segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. Ásakanirnar má rekja til viðtals sem hin 24 ára gamla Vítalía Lazareva fór í hjá Eddu Falak á dögunum þar sem hún sagði frá meintu kynferðisofbeldi. Þar sagði hún meðal annars frá því að þjóðþekktur einstaklingur hafði gengið inn á sig og ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Líkt og við mátti búast hafa miklar umræðum sprottið upp um færsluna, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þar hefur Logi Bergmann verið gagnrýndur og ekki síður þeir sem lækað hafa færslu hans. Þeirra á meðal eru til dæmis Áslaug Arna og Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.
Mál Vítalíu Lazarevu Sjálfstæðisflokkurinn Kynferðisofbeldi MeToo Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18