Innlent

Ung­menni iðin við að kasta flug­eldum í hús

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Óheimilt er að skjóta upp flugeldum eftir 6. janúar. Myndin er úr safni.
Óheimilt er að skjóta upp flugeldum eftir 6. janúar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ungmenni voru gripin við að kasta flugeldum í hús í Grafarvogi í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og hafði hún afskipti af einhverjum vegna athæfisins. Ungmennin lofuðu „bót og betrun.“

Lögreglan hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt en töluvert var um umferðaróhöpp. Mikil hálka var á höfuðborgarsvæðinu og bíll valt meðal annars á Hólmsheiði. Ökumaðurinn slapp blessunarlega ómeiddur.

Þá var ekið á ljósastaur í Mosfellsbæ en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Tildrög slyssins eru ekki ljós. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fólksbifreið og flutningabíll skullu saman í Kollafirði með þeim afleiðingum að flutningsbifreiðin endaði utan vegar og valt. Ökumaður flutningabifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Flestir ökumanna voru stöðvaðir í Hlíðunum og í einhverjum tilvikum var um ítrekuð brot ökumanna að ræða.

Þá skemmdust bifreiðar töluvert eftir árekstur í Garðabænum í gærkvöldi en ökumenn sluppu komust klakklaust af.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×