Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 18:56 Klíníkin í Ármúla starfrækir fjórar skurðstofur. Vísir/Hanna Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Sjá meira