„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 21:30 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag. Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53