Þarf ég að biðjast vægðar? Ingvar Arnarson skrifar 9. janúar 2022 15:00 Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingvar Arnarson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar