Verkalýðshreyfingin ætlar í mál við ríki og sveitarfélög Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 20:42 Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands. vÍSIR/eGILL Verkalýðshreyfingin hyggst fara í mál við ríki og sveitarfélög vegna ágreinings um nýtingu orlofsréttar þegar starfsmenn lenda í sóttkví. „Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira