Lentu á kafi í vatni í miðjum íshokkíleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 12:15 Íshokkíleikmennirnir Alexei Marchenko og Niko Ojamaki þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að enda ofan í vatni í leik þeirra en myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lykilatriði þegar þú spilar íshokkí er auðvitað að ísinn sé frosinn. Hann var það reyndar í leik í svissnesku deildinni á dögunum en tveir leikmenn enduðu engu að síður á bólakafi í miðjum leik. Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2. Íshokkí Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2.
Íshokkí Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira