Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem hún er dæmd til fangelsisvistar en í desember fékk hún tveggja ára dóm og á enn yfir höfði sér fleiri ákærur.
Suu Kyi hefur verið í haldi síðan í febrúar á síðasta ári, þegar herinn í Mjanmar tók þar öll völd.
Talið er að Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Málareksturinn gegn henni hefur víða verið fordæmdur og til að mynda hefur Michelle Bachelet, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, talað um sýndarréttarhöld.