Hreyfum okkur saman: Styrkur og liðleiki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2022 12:01 Anna Eiríksdóttir þjálfari er þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman. Vísir/Saga Sig Anna Eiríksdóttir fór af stað með nýja þætti hér á Lífinu á Vísi í dag. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+ efnisveitunni. Um er að ræða heimaæfingar sem allir geta gert þar sem þeim hentar. Þættirnir koma út tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Anna Eiríks er reynslumikill þjálfari og starfar sem deildarstjóri í Hreyfingu. Fyrsti þátturinn inniheldur styrkjandi og liðkandi æfingar sem mynda mikinn bruna í vöðvunum, þjálfa styrk, liðleika og auka vöðvaþolið. Einu áhöldin sem þarf í þessa heimaæfingu eru stóll og dýna. Anna velur sjálf að vera berfætt en fólk getur að sjálfsögðu valið að gera æfinguna í skóm. Æfingin er í heildina um fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert hana oftar en einu sinni. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Heilsa Hreyfum okkur saman Anna Eiríks Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun
Anna Eiríks er reynslumikill þjálfari og starfar sem deildarstjóri í Hreyfingu. Fyrsti þátturinn inniheldur styrkjandi og liðkandi æfingar sem mynda mikinn bruna í vöðvunum, þjálfa styrk, liðleika og auka vöðvaþolið. Einu áhöldin sem þarf í þessa heimaæfingu eru stóll og dýna. Anna velur sjálf að vera berfætt en fólk getur að sjálfsögðu valið að gera æfinguna í skóm. Æfingin er í heildina um fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert hana oftar en einu sinni. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilsa Hreyfum okkur saman Anna Eiríks Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun